Fræðsla um netöryggi- símalaus apríl

12.4.2024

Fræðsla um netöryggi- símalaus apríl

Mánudaginn 15. apríl mun Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd halda fræðsluerindi fyrir nemendur í 4.-10. bekk á skólatíma og fyrir foreldra og forráðamenn kl.19:30.

Fræðsluerindin eru:

Netumferðarskólinn -4. - 7. bekkur
Fræðsluerindið er blanda af fyrirlestri, hópverkefni og samtali við börnin þar sem áherslan er á vitundarvakningu, hugtakaskilning og valdeflingu.

Ef þú borgar ekki fyrir vöruna þá ert þú varan - 8.- 10. bekkur

Þar verður m.a. fjallað um:

· Hvers virði eru upplýsingarnar um okkur og hvað greiðum við fyrir aðgang okkar að samfélagsmiðlum?

· Mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútíma samfélagi.

· Hvernig virka algóritmar samfélagsmiðlanna?

· Hvað þarf að hafa í huga varðandi samskipti á netinu, áreitni frá ókunnugum og deilingu mynda?

· Hvaða aldurstakmörk eru á samfélagsmiðlum og af hverju?

Algóritminn sem elur mig upp - Foreldrar og forráðamenn

· Farið verður yfir atriði í stafrænu umhverfi sem ber að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum.

· Hvað þarf að hafa í huga varðandi samskipti á netinu ?

· Hvaða aldurstakmörk eru á samfélagsmiðlum og af hverju?

· Er upplýsingaóreiða og skautun vandamál í íslensku samfélagi?

· Hvað áhrif mun gervigreindin hafa á okkar stafrænu tilveru á næstu árum?



Setbergsskóli | Hlíðarbergi 2, 220 Hafnarfjörður
Sími 565 - 1011 | Netfang setbergsskoli@setbergsskoli.is