Bekkjarfulltrúar

Foreldrar

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra, forsjáraðila og nemenda innan hvers bekkjar, auk þess að leitast við að treysta samband heimila og skóla.

Bekkjarfulltrúar

Starfsreglur

  • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir á milli umsjónarkennara og foreldra.
  • Stefnt skal að því að halda 2 (eða fleiri) viðburði yfir veturinn. Mælt er með því að hafa þann fyrri í október/nóvember og þann seinni í febrúar/mars.
  • Æskilegt er að nemendur séu hafðir með í ráðum þegar bekkjarstarf er skipulagt.
  • Bekkjarfulltrúar vinna saman við skipulag viðburða hjá árganginum. 
  • Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir árgangs við Foreldrafélag Setbergsskóla.
  • Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, til dæmis í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í árganginn.
  • Foreldrafélagið fær aðstoð frá bekkjatenglum við framkvæmd einstakra stærri viðburða á vegum þess, til dæmis jólaföndur, páskabingó og vorhátíð.
  • Bekkjarfulltrúar sjá um skilaboð komist til allra innan árgangs, eins og vegna viðburða og fræðslufunda.
  • Bekkjarfulltrúar gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í skólastarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.

Útlán á húsnæði skólans

Til að nýta húsnæði skólans fyrir skemmtun senda bekkjarfulltrúar tölvupóst til skrifstofustjóra hallab@setbergsskoli.is og húsumsjónarmanns hafsteinn@hafnarfjordur.is sem halda utan um skráningar á pöntunum á húsnæði skólans. Mikilvægt er að taka húsnæði frá tímanlega þar sem oft þarf að gera ráðstafanir vegna þrifa og til að forðast árekstra.

Húsumsjónarmaður opnar og lokar húsnæði eftir samkomulagi við þá sem halda skemmtunina. Sá sem óskar eftir að fá húsnæðið að láni ber ábyrgð á að skila því í góðu ásigkomulagi að lokinni notkun og gæta þess að gluggar og hurðir séu lokaðar.