Skólareglur

Skólinn

Almennar reglur

Virðing

 • Sýnum hvert öðru virðingu.
 • Verum kurteis.
 • Berum ábyrgð á eigin hegðun.
 • Förum eftir fyrirmælum.
 • Göngum snyrtilega um.
 • Gætum eigna okkar og annarra.
 • Hlustum á þann sem hefur orðið.
 • Verum vingjarnleg hvert við annað.

Víðsýni

 • Viðrum fjölbreytileika skólasamfélagsins.
 • Viðrum skoðanir annarra.
 • Sýnum öðrum skilning.
 • Verum opin fyrir nýjum viðfangsefnum.
 • Leggjum okkur ávallt fram.
 • Gerum okkar besta.

Vellíðan

 • Sýnum vinsemd og umhyggju.
 • Sýnum tillitssemi.
 • Sköpum rólegt umhverfi.
 • Sýnum samábyrgð og hjálpsemi.
 • Látum vita af óæskilegri hegðun.
 • Verum jákvæð.
 • Höfum hendur og fætur hjá okkur.
 • Setjum og virðum mörk.
 • Hugum að heilbrigði okkar.

Reglur gegn einelti

 • Við leggjum ekki í einelti.
 • Við bjóðum öllum að vera með í leik og samstarfi.
 • Við aðstoðum þau sem verða fyrir einelti.
 • Við látum fullorðna vita af einelti.

Síma- og tækjanotkun

 • Símar eiga að vera stilltir á þögn á skólatíma og geymdir í skólatösku (ekki í vasa).
 • Snjallúr skulu þannig stillt á skólatíma og í frístund að þau gefi ekki frá sér hljóð og ekki sé hægt að hringja í þau eða úr þeim.
 • Með öllu er óheimilt að taka myndir eða taka upp efni nema með sérstöku leyfi. Verði nemandi uppvís að því að taka upp efni án leyfis eru foreldrar kallaðir til og nemandi látinn eyða efninu.
 • Í ferðum á vegum skólans er nemendum ekki heimilt að vera með síma nema annað sé tilgreint í ferðaáætlun.
 • Nemendur á unglingastigi mega vera með síma í frímínútum og eyðum á sérmerktum svæðum: hlusta, leika og grúska.
 • Nemendur á unglingastigi mega hringja úr símum í anddyri unglingadeildar.

Reiðhjól, hlaupahjól og vespur

 • Nemendur mega mæta á hjóli í skólann, þó verða nemendur í 1. bekk að vera í fylgd fullorðins.
 • Það er á ábyrgð foreldra að senda börnin sín í skólann á hjóli.
 • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum.
 • Leggja á hjólum í hjólagrindur eða við grindverk og læsa.
 • Notkun reiðhjóla er bönnuð á skólatíma, líka í frímínútum.
 • Nemendur í 5.–7. bekk mega hjóla til og frá Lækjarlaug.
 • Nemendur í 8.–10. bekk mega hjóla til og frá Kaplakrika.  
 • Nemendur eiga að vera með hjálm.

Vespur

 • Nemendur, 13 ára og eldri, mega koma í skólann á léttu bifhjóli í flokki 1 (geta náð allt að 25 km/klst).
 • Nemendur, 15 ára eða eldri, sem hafa ökuréttindi á létt bifhjól í flokki 2 (vélknúnar skellinöðrur sem geta náð allt að 45 km/klst.) mega koma á þeim í skólann.
 • Notkun hjólanna er bönnuð á skólalóð.
 • Skólinn ber ekki ábyrgð á bifhjólum nemenda.