Nám og kennsla

Félagsmiðstöðin Setrið

Setrið er félagsmiðstöð fyrir nemendur í Setbergsskóla, þar sem unglingar á aldrinum 10–16 ára geta varið frítíma sínum án áfengis og vímuefna. Markmiðið er að stuðla að jákvæðum þroska unglinga og gera þau sjálfstæðari í verki og félagslegum samskiptum og hæfari til að takast á við lífið.

Allt félagsstarf í Setrinu snýst um óskir og vilja nemenda og mikið er lagt upp úr því að félagsstarfið verður aldrei betra en virkni og þátttaka nemenda segir til um. Nemendum er gefið rými til að hafa áhrif á umhverfi sitt og hafa þau meðal annars endurskipulagt félagsaðstöðuna og hjálpað til við framkvæmd.

Setrið er opið á morgnana þegar starfsmaður er á staðnum og því eru allir velkomnir þangað ef hurðin er opin.

Félagsstarf

Nemendur vinna dagskrá fyrir skólaárið í samvinnu við starfsfólk Setursins. Þau velja hvað er skipulagt innan skólans svo sem stærri viðburðir eins og árshátíð, böll, gistinótt í íþróttahúsi, skreytingar, hönnun á fatnaði, fjáraflanir og bingó þar sem þau hafa safnað vinningum. Í þessari vinnu er starfsfólkið fyrst og fremst nemendum til stuðnings við að framkvæma hugmyndir sem þeir koma með og eru raunhæfar.

Mikið er lagt upp úr því að vera í góðum samskiptum við nemendur og foreldra með því að auglýsa vel hvað er fram undan hjá Setrinu og hafa allar upplýsingar aðgengilegar.

Klúbbar

Klúbbastarf er vettvangur fyrir nemendur til að sinna áhugamálum og er það skipulagt í samstarfi nemenda og starfsfólks Setursins. Til dæmis tækniklúbbur, sem hefur séð um tæknimál á viðburðum og unnið í samstarfi við nemendafélagið og Anime-klúbbur, sem starfaði um tíma fyrir áhugafólk um japanskar teiknimyndir.

 

Opnunartímar

Bekkur Opnun
Miðdeild Mán/mið/föstudaga kl.17:00–18:45
Unglingadeild Mán/mið/föstudaga kl. 19:30–22:00

Setrið á samfélagsmiðlum

Frístundaleiðbeinendur

  • Jakob Jóhann Veigarsson
  • Jón Leví Steinsson
  • Birgitta Ólafsdóttir
  • Þráinn Örn Jónsson
  • Dýrfinna Arnardóttir