Innra mat Í Setbergsskóla er unnið að margvíslegu innra mati í tengslum við daglegt skólastarf. Stöðugt er leitað leiða til að bæta starfsemi með tilliti til náms einstakra nemenda, hópa og skólans í heild með ýmsu móti, eins og í teymisvinnu með einstaka nemendum, skólaþróunarverkefnum í námsgreinum og sérstökum umbótaverkefnum. Skólapúlsinn Stærsta formlega könnunin sem unnin er í innra mati er Skólapúlsinn, sem er kerfi sem allir grunnskólar í Hafnarfirði styðjast við. Á hverju ári eru rafrænar kannanir lagðar fyrir úrtak nemenda, foreldra og starfsfólks. Niðurstöður eru kynntar í lok hvers skólaárs og skólinn vinnur í kjölfarið að umbótaverkefnum. Könnun er lögð fyrir: 40 nemendur í 6.–10. bekk á mánuði frá september til maí. úrtak úr hópi foreldra í febrúar. allt starfsfólk skólans, með áherslu á kennara, í mars. Áherslur skólans í innra mati og umbótaverkefni í kjölfar innra mats birtist í mats- og umbótaáætlun skólans. Matsáætlun 2022–2023 Matsáætlun 2021–2022 Ytra mat Í Hafnarfirði sinnir sveitarfélagið sínum þætti í ytra mati með því að fylgja eftir að grunnskólar sinni sínum þætti í innra mati, leggur til matstækið Skólapúlsinn og vinnur sérstaklega úr þeim upplýsingum með skýrslugjöf eins og við á á hverjum tíma (Skólavogin). Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar fylgir eftir að skólarnir sinni áætlanagerð og umbótaverkefnum. Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á grunnskólum fyrir hönd mennta- og barnarmálaráðuneytis. Á hverju ári fara 10 grunnskólar á landinu í ytra mat. Þá er starfsemi skólanna metin með hliðsjón af gildandi viðmiðum samkvæmt lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Matið byggir á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra. Setbergsskóli fór í ytra mat skólaárið 2020–21. Metnir voru 3 þættir: Stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla, og innra mat. Ytra mat 2021 Umbótaáætlun Skólavogin 2019–2020