Nemendafélag

Skólinn

Hlutverk nemendafélags er að hvetja nemendur til þátttöku í félagsstörfum, miðla upplýsingum til samnemenda sinna, kynna bekkjarfélögum niðurstöðu funda og koma með athugasemdir og málefni inn á nemendafélagsfundi sem bekkjarfélagar þeirra leggja til.

Kosið er árlega í stjórn nemendafélagsins. Þau sem eru í stjórn nemendafélags eru fyrirmynd annarra nemenda og tenging annarra nemenda við stjórnendur og starfsfólk skólans. Nemendur sem taka þátt í nemendafélaginu öðlast félagslega hæfni og læra skipulagningu. Tveir fulltrúar nemendafélags sitja í skólaráði.

Félagsstarf

Nemendafélagið aðstoðar félagsmiðstöðina Setrið við ýmsa viðburði, til dæmis böll, árshátíð, jólagleði og söngkeppni. Aðstoðin felur meðal annars í sér að hjálpa til við að gera allt tilbúið fyrir viðburði, finna skemmti- og tónlistaratriði, frágangur eftir viðburði, stýra viðburðum, koma með hugmyndir og hvetja nemendur til þátttöku. Róbert Gíslason deildarstjóri frístundasviðs skipuleggur félagsstarfið ásamt nemendum.

Formaður og varaformaður nemendafélagsins eru einnig í undirbúningsnefnd fyrir 221 festival og Grunnskólahátíðina.

Fundartími

Nemendafélagið fundar einu sinni í viku, á mánudögum kl 9:50, þar sem hin ýmsu mál eru rædd.

 

Nemendafélag 2025–2026

Nafn Bekkur