Nemendafélag

Skólinn

Hlutverk nemendafélags er að hvetja nemendur til þátttöku í félagsstörfum, miðla upplýsingum til samnemenda sinna, kynna bekkjarfélögum niðurstöðu funda og koma með athugasemdir og málefni inn á nemendafélagsfundi sem bekkjarfélagar þeirra leggja til.

Kosið er árlega í stjórn nemendafélagsins. Þau sem eru í stjórn nemendafélags eru fyrirmynd annarra nemenda og tenging annarra nemenda við stjórnendur og starfsfólk skólans. Nemendur sem taka þátt í nemendafélaginu öðlast félagslega hæfni og læra skipulagningu. Tveir fulltrúar nemendafélags sitja í skólaráði.

Félagsstarf

Nemendafélagið aðstoðar félagsmiðstöðina Setrið við ýmsa viðburði, til dæmis böll, árshátíð, jólagleði og söngkeppni. Aðstoðin felur meðal annars í sér að hjálpa til við að gera allt tilbúið fyrir viðburði, finna skemmti- og tónlistaratriði, frágangur eftir viðburði, stýra viðburðum, koma með hugmyndir og hvetja nemendur til þátttöku. Róbert Gíslason deildarstjóri frístundasviðs skipuleggur félagsstarfið ásamt nemendum.

Formaður og varaformaður nemendafélagsins eru einnig í undirbúningsnefnd fyrir 221 festival og Grunnskólahátíðina.

Fundartími

Nemendafélagið fundar einu sinni í viku, á mánudögum kl 9:50, þar sem hin ýmsu mál eru rædd.

 

Nemendaráð 2023–2024

Nafn Bekkur
Berglind Helga Wehmeier, formaður 10. bekkur
Erik Robertssson Papazyan 10. bekkur
Róbert Atli Tómasson 10. bekkur
Erika Ósk Hrannarsdóttir 10. bekkur
Andrea L. Hafdal Kristinsdóttir 9. bekkur
Elisabeth Rós Sverrisdóttir Berger 9. bekkur
Heiðrún Ingólfsdóttir 9. bekkur
Ása Laufey Hákonardóttir, varaformaður 8. bekkur
Hrannar Pétur Sigurðsson 8. bekkur
Dagur Fannar Johannesson, varamaður 9. bekkur
Sindri Dan Vignisson, varamaður 9. bekkur
Þorri Strand Barkason, varamaður 8. bekkur