Skólinn

Skólaárið 2023–24 voru um 430 nemendur í Setbergsskóla. Í skólanum er einnig sérdeild fyrir nemendur á einhverfurófi. 

Skólahverfi Setbergsskóla markast af svæðinu austan og norðan Reykjanesbrautar og að Kaldárselsvegi. Börn hafa forgang í þann hverfisskóla þar sem þau eiga lögheimili en hægt er að sækja um skólavist í öðrum skólum. Sjá nánar um innritun í grunnskóla.

Leiðarljós Setbergsskóla

  • Virðing. Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum, skólanum okkar, landinu, náttúrunni og umhverfinu.
  • Víðsýni. Við erum forvitin og fróðleiksfús og leitum okkur upplýsinga á gagnrýninn hátt. Við sýnum umburðarlyndi gagnvart fólki, hugmyndum og samfélögum.
  • Vellíðan. Við stuðlum að vellíðan með því að vera jákvæð og vingjarnleg, tala og vinna saman, hrósa hvert öðru, sýna umhyggju, vera hugrökk, setja og virða mörk og huga að heilbrigði okkar.

Áherslur í skólastarfi

  • Aukinn sveigjanleiki í námi.
  • Teymiskennsla og teymisvinna.
  • Margbreytilegar kennsluaðferðir.
  • Endurskoðun námsmats með áherslu á leiðsagnarnám
  • Endurspeglun á hæfileikum og getu hvers nemanda.
  • Skólasamfélag sem eflir skapandi og sjálfstæða hugsun, fjölbreytt læsi og hæfni til samskipta í heimi fjölbreytni og breytinga, þar sem hver og einn fær tækifæri til að þroskast og dafna.